Sökktu norskum hvalbát til að fagna lokum hvalveiða á Íslandi

Lögreglan í Noregi greindi frá því í dag að hafin væri rannsókn á yfirlýsingu hóps umhverfissinna er segist hafa sökkt norsku hvalveiði skipi í síðasta mánuði. Hópurinn kallar sig Agenda 21 og segist hafa sökkt hvalbátnum í höfn á Lofoten til að „fagna því að hvalveiðum í ágóðaskyni hefur verið hætt á Íslandi.“

Yfirlýsingin birtist á www.directaction.info 11. september. Hópurinn segist hafa gengið úr skugga um að enginn væri í bátnum áður en honum var sökkt í höfninni í Svolovær aðfaranótt 31. ágúst. Eftir að lögreglunni bárust fregnir af yfirlýsingunni var ákveðið að hefja rannsókn á málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert