Lík fannst við heimili yfirgefins stúlkubarns

Lík konu af asískum uppruna fannst við heimili lítillar stúlku sem skilin var eftir á lestarstöð í Melbourne í Ástralíu á laugardag. Talið er líklegt að um móður stúlkunnar sé að ræða en það hefur þó ekki verið staðfest af lögreglu í Auckland á Nýja-Sjálandi þar sem stúlkan er skráð til heimilis.

Talið er að stúlkan Qian Xun Xue, sem er þriggja ára, hafi verið skilin eftir af föður sínum sem síðan flaug til Los Angeles í Bandaríkjunum. Greint hefur verið frá því að lögregla á Nýja Sjálfandi hafi haft afskipti af fjölskyldunni vegna heimilisofbeldis. Þá sótti faðirinn Nai Zin Xue, sem er 54 ára, vegabréf sitt til lögreglu á fimmtudag, daginn áður en hann yfirgaf Nýja-Sjáland, en það hafði verið gert upptækt vegna rannsóknar heimilisofbeldismálsins.

Lík konunnar mun hafa fundist í skotti bíls sem var í eigu fjölskyldunnar og segir lögregla málið vera rannsakað sem morðmál. Þá segir hún að móðuramma stúlkunnar, sem býr í Kína, hafi verið látin vita og að hún vilji taka barnið að sér.

Mál Qian Xun Xue hefur vakið mikla athygli í Ástralíu.
Mál Qian Xun Xue hefur vakið mikla athygli í Ástralíu. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka