Grísk yfirvöld handtóku í gær 48 ólöglega innflytjendur á þremur bátum sem reyndu að komast inn í landið við eyjarnar Leros, Samos og Lesvos. Meðal þeirra voru fjögur börn. Mjög algengt er að ólöglegir innflytjendur reyni að komast til Evrópu í gegnum Grikkland. Margir þeirra koma í gegnum tyrkneska landhelgi.
Í gær voru tveir yfirmenn hafnarmála á Grikklandi grunaðir um að hafa þegið mútur til þess að horfa fram hjá því er ólöglegum innflytjendum væri smyglað inn í landið.