Greint var frá því í Bandaríkjunum í dag að George W. Bush Bandaríkjaforseti muni kynna nýjar refsiaðgerðir gegn herstjórninni í Myanmar á morgun. Fjölmennar mótmælasamkomur hafa farið fram í landinu á undanförnum dögum og hefur herstjórnin nú hótað að grípa til aðgerða gegn Búddamunkum sem hafa staðið fyrir mótmælaaðgerðunum.
Talsmaður Hvíta hússins í Washington segir að Bush muni kynna nýju aðgerðirnar í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun. Talið er aðí þeim felist m.a. að áhrifamönnum frá Myanmar verði meinað að fá vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna.
Upphaflega snérust mótmæli munkanna um hækkun olíuverðs og aðgerðir lögreglu gegn munkum sem tóku þátt í þeim. Nú hafa þau hins vegar snúist upp í tákn allrar stjórnarandstöðu í landinu.