Yfirvöld á Sri Lanka hafna eftirliti Sameinuðu þjóðanna

Yfirvöld á Sri Lanka hafa hafnað því Sameinuðu þjóðirnar hefji einhvers konar eftirlit með mannréttindamálum í landinu en Louise Arbour, sem fer með yfirstjórn mannréttindamála innan stofnunarinnar, hefur lýst áhyggjum af ástandi mannréttindamála í landinu og skorti á upplýsingum um meint mannrán og morð.

Mahinda Samarasinghe, ráðherra mannréttindamála í landinu, segir ekki koma til greina að eftirlitsmenn stofnunarinnar fái að hefja störf í landinu. „Við erum ekki reiðubúnir til að ræða eftirlit á vegum Sameinuðu þjóðanna eða opnun skrifstofu mannréttindastofnunar SÞ,” sagði hann.

Arbour segir hins vegar að yfirvöld í landinu geri lítið úr ásökunum um mannréttindabrot og beri því við að um áróður tamílsku Tígranna sé að ræða. Hún telji hins vegar að um trúverðugar fullyrðingar sé að ræða sem full ástæða sé til að rannsaka. „Það fara grunsamlega lit Arbour hefur verið í fjögurra daga heimsókn í landinu en hún fékk ekki leyfi til að heimsækja bæinn Kilinochchi, sem er á yfirráðasvæði Tígranna eða eiga viðræður við forsvarsmenn þeirra. Hún fór hins vegar til Jaffna í norðurhluta landsins og ræddi þar við fjölskyldur fólks sem hefur horfið sporlaust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert