Útgöngubanni aflétt í Rangoon

Herstjórnin í Búrma aflétti í dag útgöngubanni í stærstu borg landsins, Rangoon, en það var sett daginn áður en stjórnarherinn lét til skarar skríða gegn mótmælum lýðræðissinna í síðasta mánuði. Að minnsta kosti þrettán manns létu lífið í aðgerðum hersins, og um þrjú þúsund voru handteknir.

Í fyrstu var útgöngubannið frá klukkan níu á kvöldin til fimm að morgni, en það hafði verið stytt og var frá ellefu að kvöldi til þrjú að nóttu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert