Bandaríkjastjórn gert að hefja brottflutning hermanna frá Írak innan 30 daga

Bandarískir hermenn í Írak.
Bandarískir hermenn í Írak. AP

Fulltrúardeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt 50 milljarða dala aukafjárveitingu sem ætlað er að fjármagna stríðrekstur Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Fjárveitingin er hinsvegar háð þeim skilyrðum að George W. Bush Bandaríkjaforseti verði að hefja brottflutning hermanna frá Írak innan 30 daga og stefnt sé að því að bandarískir hermenn hverfi frá Írak í desember á næsta ári.

Í frumvarpinu er einnig lagt blátt bann við pyntingum. Fulltrúardeildin samþykkti aðeins 50 milljarða dala aukafjárveitingu í stað 200 milljarða dala líkt og Bandaríkjastjórn óskaði eftir.

Bush hefur sagt að hann muni beita neitunarvaldi verði frumvarpið samþykkt fulltrúardeildinni og öldungadeildinni.

Þrátt fyrir að lagafrumvarpið hafi verið samþykkt í fulltrúardeildinni þá er talið að það muni ekki hljóta nægilegan stuðning í öldungadeildinni.

Demókratar hafa áður reynt en án árangurs að samþykkja aukafjárveitingar sem þessar að ákveðnum skilyrðum settum. Ástæðan fyrir því að þetta hefur ekki tekist hjá þeim er sú að demókratar hafa ekki náð að afla sér nægilega mikils stuðnings á Bandaríkjaþingi svo koma mætti í veg fyrir að forsetinn gæti beitt neitundarvaldi. Tveir af hverjum þremur verða að samþykkja frumvarpið eigi það að takast.

Ef frumvarpið mun tefjast á þingi þá þýðir það að bandaríska varnarmálaráðuneytið þarf að færa fé, sem hefur verið eyrnamerkt öðrum verkefnum, til að greiða fyrir stríðsreksturinn í Írak og Afganistan.

Fréttavefur BBC greindi frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert