Fellibylur varð mörgum að bana í Bangladesh

Þorpsbúar í Barishal í Bangladesh meta skemmdirnar eftir að fellibylur …
Þorpsbúar í Barishal í Bangladesh meta skemmdirnar eftir að fellibylur gekk þar yfir í gær. AP

Yfir 150 manns eru sagðir hafa látist eftir að öflugur fellibylur gekk yfir suðurhluta Bangladesh. Fellibylurinn jafnaði þorp við jörðu og tré rifnuðu upp með rótum. Embættismenn hafa varað við því að tala látinna gæti hækkað og að ekki liggi fyrir hversu mikill skaðinn sé.

Búið er að flytja hundruð þúsunda á brott og komu margir sér fyrir í neyðarskýlum áður en fellibylurinn gekk á land. Ljóst er að einhverjir urðu hinsvegar eftir.

Styrkur fellibyljarins minnkaði snemma í morgun er hann gekk fyrir Dhaka, höfuðborg landsins. Að sögn fréttaskýranda BBC í Dhaka er talið að það versta sé nú yfirstaðið. Hann segir að við taki að meta skemmdir og útvega fólki neyðaraðstoð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka