Yfir 250 látnir í Bangladesh

Tala látinna af völdum fellibyls í Bangladesh er kominn yfir 250. Flóð hefur fylgt fellibylnum og eru þrír strandbæir eru rústir einar, en þar búa um 700.000 manns. Hæð flóðsins nær um fimm metrar að sögn yfirvalda. Þau segja jafnframt að tölur yfir látna hækki stöðugt og að talan geti orðið mun hærri þegar á líður.

Vatn flæddi yfir bæina Patuakhali, Barguna og Jhalakathi í gærkvöldi og rofnaði allt símasamband við það. Embættismaður í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, segir að ekki sé vitað hversu margir hafa látist á umræddu svæði.

Annarsstaðar hafa embættismenn staðfest 200 dauðsföll og þá hafa fjölmargir slasast og hundruð er saknað. Vindhraði fellibylsins er sagður hafa náð um 250 km hraða á klst.

Það er árlegur viðburður að óveður geisi í landinu. Árið 1970 lést hálf milljón manna í fellibyl sem þá gekk yfir landið. Tuttugu og einu ári síðar, eða árið 1991, létust 143.000 manns.

Óveðrið nú hefur leitt til flóða, skemmt hús, eyðilagt uppskerur og drepið búfénað.

Hundruð fiskiskipa, sem voru við veiðar þegar óveðrið gekk á land, hafa ekki skilað sér til hafnar. Þá rifnuðu tré og rafmagnsstaurar upp með rótum þannig að víða er rafmangs- og símasambandslaust.

Hundruð þúsunda íbúa landsins hafa neyðst til þess að flýja …
Hundruð þúsunda íbúa landsins hafa neyðst til þess að flýja heimili sín vegna fellibylsins. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka