Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt 555 milljarða dollara fjárlagafrumvarp þar sem m.a. er kveðið á um 70 milljarða dollara framlög til hernaðarins í Írak og Afganistan. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Frumvarpið var samþykkt eftir að demókratar féllu frá kröfu sinni um að það yrði tengt tímaáætlun varðandi brottkvaðningu bandaríska herliðsins frá Írak. Áður hafði George W. Bush Bandaríkjaforseti ótað að beita neitunarvaldi yrði frumvarpið samþykkt með slíkum skilyrðum.