800 látnir í Kenýa

Hundruð þúsunda hafa misst heimili sín í Kenýa
Hundruð þúsunda hafa misst heimili sín í Kenýa AP

Hundruð manna frá stríðandi ættbálkum börðust í borginni Naivasha í vesturhluta Kenýa í nótt og neyddist lögregla til að hleypa af viðvörunarskotum til að skilja fólkið að. 800 hafa látist í landinu frá því að forsetakosningar fóru þar fram fyrir mánuði.

Mánuður var í gær frá kosningunum í Kenýa en ekkert lát virðist á erjum vegna þeirra.

Stuðningsmenn forsetaframbjóðandans Raila Odinga af ýmsum ættbálkum hafa mótmælt kosningunum harðlega og segja forsetann Mwai Kibaki hafa haft rangt við.

Mótmælin hafa síðan orðið þau blóðugustu í áraraðir. Kofi Annan, fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur tekið að sér að miðla málum, en frambjóðendurnir hafa ekki komist að samkomulagi um það hvernig skuli lægja ófriðaröldurnar þrátt fyrir að þeir hafi báðir lýst sig reiðubúna til viðræðna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka