Ólga í Þjóðveldinu vegna ráðherraskipunar

Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, með Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, með Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Árvakur/Brynjar Gauti

Nokkur ólga er innan Þjóðveldisins, eins af stjórnarflokkunum þremur sem tóku við völdum í Færeyjum um helgina. Heini O. Heinesen, þingmaður Norðureyja, sóttist eftir því að verða sjávarútvegsráðherra en fékk ekki stuðning til þess í þingflokknum og hefur í viðtölum við færeyska fjölmiðla sagt að hann muni íhuga stöðu sína í flokknum í kjölfarið. Nýja stjórnin er með eins þingsætis meirihluta.

„Ég hef verið settur til hliðar í flokki, sem stofnaður var sem fiskimanna- og verkamannaflokkur en er orðinn menntamannaflokkur," hefur færeyska útvarpið eftir Heina.

Nýja landsstjórnin er þannig skipuð, að Jóannes Eidesgaard, formaður Jafnaðarflokksins verður lögmður, Hans Pauli Strøm, sér um félags- og heilbrigðismál og Helena Dam á Neystabø verður dómsmálaráðherra. Ráðherrar Þjóðveldisins verða Høgni Hoydal, sem verður fyrsti utanríkisráðherra Færeyja, Tórbjørn Jacobsen, verður sjávarútvegsráðherra, Bjørt Samuelsen verður atvinnumálaráðherra og annað hvort Olga Biskopstø eða Heidi Petersen menntamálaráðherra. Þá verður Karsten Hansen, þingmaður Miðflokksins, fjármálaráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert