Neikvæðar umsagnir bannaðar á eBay

Neikvæðar umsagnir um seljendur verða bannaðar á eBay frá maí …
Neikvæðar umsagnir um seljendur verða bannaðar á eBay frá maí næstkomandi

Uppboðsvefurinn eBay ætlar að banna neikvæðar umsagnir seljenda um kaupendur. Talsmenn vefjarins segja ýmis vandamál hafa komið upp sem tefji og komi í veg fyrir sölu, m.a. að seljendur hefni sín á neikvæðum kaupendum með því að svara í sömu mynt.

Seljendur hafa brugðist ókvæða við og segja að þeir hafi þá lítil úrræði til að bregðast við kaupendum sem ekki standi sig.

Talsmenn eBay segja hins vegar að seljendur sem óánægðir séu með kaupendur geti haft samband og kvartað og brugðist verði við kvörtununum í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka