Rússar segjast munu breyta stefnu sinni gagnvart aðskildum héruðum í Georgíu ef Vesturlönd viðurkenna sjálfstæði Kosovo. Rússnesk stjórnvöld hafa gefið í skyn að hugsanlega yrði brugðist við sjálfstæði Kosovo með því að viðurkenna sjálfstæði héraðanna Suður- Ossetíu og Abkhazia, í Georgíu.
Fram kemur á fréttavef BBC að stjórnvöld í Georgíu saka Rússa um að styðja bæði héruðin, til þess að grafa undan tilraunum Georgíu til þess að byggja upp sterka og sjálfstæða þjóð.
„Yfirlýsing og viðurkenning á sjálfstæði Kosovo, neyðir Rússar til þess að aðlagast í stefnu sinni gagnvart Abkhazia og suður-Ossetíu," segir í yfirlýsingur frá utanríkisráðuneyti Rússa.
Búist er við að Kosovo lýsi yfir sjálfstæði um helgina, og talið er að Bandaríkin og Evrópusambandsríkin muni viðurkenna sjálfstæði Kosvo.