Fogh biðlar til foreldra

Um 700 eldar hafa verið kveiktir í Danmörku á rúmri …
Um 700 eldar hafa verið kveiktir í Danmörku á rúmri viku Reuters

Danski forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen hvatti í dag bæði foreldra og börn til að binda enda á rúmlega viku mótmæli sem farið hafa fram víðsvegar um Danmörku.

Rúmlega 700 eldar hafa verið kveiktir í Danmmörku og hafa rúmlega 140 ungmenni verið handtekin frá því að mótmælin hófust þann 10 febrúar sl.

Mótmælendur hafa sakað lögreglu um harðræði og segja samtökin „Börnin á Norðurbrú" að aðgerðir lögreglu hafi verið bæði ofbeldisfengnar og borið vott af kynþáttafordómum. Þá hörðnuðu mótmælin mjög eftir að dönsk dagblöð ákváðu að birta skopmynd af Múhameð spámanni og tveimur Túnisbúum sem, sakaðir voru um að leggja á ráðin um að myrða höfund myndarinnar, var vísað úr landi. 

Viðbrögð við birtingu skopmyndarinnar hafa þó einnig verið hörð erlendis, og dregur ákvörðun dönsku blaðanna enn dilk á eftir sér.

Utanríkisráðuneyti Pakistans kallaði hátt settan danskan erindreka á sinn fund í dag og tilkynnti honum um vanþóknun þarlendra stjórnvalda á endurbirtingu skopmyndar af Múhameð spámanni í dönskum blöðum nýverið.

Finn Theilgaard, aðstoðarsendiherra Dana í Pakistan fékk þau skilaboð frá pakistönskum stjórnvöldum að birting myndanna í kjölfar þess að upp komst um áætlun um að myrða teiknarann Kurt Westergaard, hafi verið móðgun í garð múslima og skrumskæld notkun á tjáningarfrelsi.

Myndbirtingar af spámanninum Múhameð eru bannaðar samkvæmt lögum Íslams. Mógðun við spámanninn eða Kóraninn er álitin guðlast, og liggur dauðarefsing við samkvæmt pakistönskum lögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert