Abbas vill neyðarfund Öryggisráðsins

Ísraelsher hefur beitt flug- og landher á Gaza í morgun.
Ísraelsher hefur beitt flug- og landher á Gaza í morgun. Reuters

Forseti Palestínu, Mahmud Abbas kallaði í dag eftir neyðarfundi Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna til að ræða innrás Ísraelshers á Gaza. „Hann hefur formlega farið fram á neyðarfund,“ sagði talsmaður hans við AFP fréttastofuna.

Beiðnin kemur í kjölfar innrásar Ísraelshers á norðanvert Gaza í nótt, bardagar standa enn yfir og nærri 50 Palestínumenn hafa fallið í bardögunum en það er mesta mannfall þar síðan 2000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert