Þrjú tonn af kókaíni gerð upptæk

Lögregla í Bólivíu greindi frá því í dag að þrjú tonn af kókaíni hafi fundist  í flutningabíl í borginni Santa Cruz. Talið er að fíkniefnin hafi verið flutt frá Perú og átt að fara til Argentínu.

Efnin fundust á þriðjudag og hafa fjórir verið handteknir í tengslum við málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka