Hæstiréttur í Texas ríki í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að börn, sem voru fjarlægð af búgarði í apríl, skuli skilað til foreldra sinna. Rétturinn úrskurðaði að barnverndaryfirvöld hafi farið út fyrir sín lagalegu mörk, og að ekki væri hægt að sanna að 460 börn sem fjarlægð voru, hafi verið í hættu.
Á búgarðinum búa meðlimir sértrúarsafnaðarins, The Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter Day Saints. Söfnuðurinn neitar ásökunum og segir að hann hafi sætt ofsóknum yfirvalda.
Barnaverndaryfirvöld fjarlægðu börnin þar sem grunur lék á að ungar stúlkur undir lögaldri væru neyddar til samræðis og hjónabands.