Barack Obama, frambjóðandi demókrata í forsetkosningunum í Bandaríkjunum í haust, og stuðningsmenn hafa varað við því að repúblíkana reyni að nýta sér kynþáttafordóma í kosningabaráttu Obama og repúblíkanans John McCain og í heitið því að berjast með kjafti og klóm gegn því að kynþáttafordómum verði beitt.
„Við munum bregðast af hörku við öllu því sem við teljum óviðeigandi eða misvísandi,” segir David Axelrod, ráðgjafi Obama. Þá segir hann ekki nóg fyrir McCain að vísa á bug ábyrgð á yfirlýsingum stuðningsmönnum sínum líkt og hann gerði er samtökin Swift Boat Veterans for Truthháðu kosningabaráttu fyrir hans hönd er hann barðist við George W. Bush Bandaríkjaforseta um tilnefningu sem forsetaefni repúblíkana fyrir átta árum.
„Við höfum séð þann leik áður og við munum ekki taka slíkum brögðum þegjandi,” segir hann.
Stuðningsmenn McCain vara við því á móti að Obama og stuðningsmenn hans muni með öllum ráðum reyna að nýta sér það að Obama sé hálfur blökkumaður. „Það verður snúið út úr hverju orði til að láta líta út fyrir að það snúist um kynþátt,” segir öldungadeildarmaðurinn Lindsey Graham, sem er vinur og ráðgjafi McCain.
Þá segir hann að Obama verði að sjálfsögðu gagnrýndur fyrir afstöðu sína til margra mála en að það muni ekki á nokkurn hátt tengjast uppruna hans.