Flóð í Kaupmannahöfn

Mikil rigning er nú í Kaupmannahöfn og hefur það víða leitt til þess að klóak hefur flætt upp úr niðurföllum. Þá hafa klóakrör skolast upp á yfirborðið í Amager, Vasbygade og á Kalvebod bryggju. Hafa ökumenn jafnvel þurft að stöðva bíla sína til að grafa niður klóakrör á vegum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Auk þess sem víða hefur flætt upp úr niðurföllum og inn í kjallara húsa hafa þök lekið vegna vatnsveðursins.

„Þetta hefur gerst einu sinni áður í mikilli rigningu, en það var þó ekki eins mikið og nú,” segir Elisabeth Reichwald, skrifstofustjóri Deloitte á Íslandsbryggju. „Það liggur klóak yfir mestallri neðstu hæðinni. Lyktin er ekki sérlega góð en nú er bara að þrífa upp, taka til og takmarka skaðann sem mest,” segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka