Mikil rigning er nú í Kaupmannahöfn og hefur það víða leitt til þess að klóak hefur flætt upp úr niðurföllum. Þá hafa klóakrör skolast upp á yfirborðið í Amager, Vasbygade og á Kalvebod bryggju. Hafa ökumenn jafnvel þurft að stöðva bíla sína til að grafa niður klóakrör á vegum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Auk þess sem víða hefur flætt upp úr niðurföllum og inn í kjallara húsa hafa þök lekið vegna vatnsveðursins.
„Þetta hefur gerst einu sinni áður í mikilli rigningu, en það var þó ekki eins mikið og nú,” segir Elisabeth Reichwald, skrifstofustjóri Deloitte á Íslandsbryggju. „Það liggur klóak yfir mestallri neðstu hæðinni. Lyktin er ekki sérlega góð en nú er bara að þrífa upp, taka til og takmarka skaðann sem mest,” segir hún.