Þjóðarflokkur Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum, sem þar fóru fram um helgina. Hun Sen, sem er fyrrum liðsmaður Rauðu Khmeranna, hefur stýrt landinu í 23 ár.
Talsmaður Þjóðarflokksins sagði fyrstu tölur sýna, að flokkurinn fái um 2/3 þingsæta í neðri deild þings Kambódíu.