Fay nálgast land í Flórída

Mikil rigning og ofsaveður fyrlgir hitabeltistorminum Fay á Keys eyjaklasanum …
Mikil rigning og ofsaveður fyrlgir hitabeltistorminum Fay á Keys eyjaklasanum við strendur suður Flórída. AP

Hitabeltisstormurinn Fay nálgast nú land á Keys eyjaklasanum við suðurströnd Flórída í Bandaríkjunum.  Veðurfræðingar spá því að stormurinn nálgist styrk fellibyls, þegar hann kemur á land og færi sig svo í átt að vesturströnd Flórída. 

Verð á hráolíu lækkaði hins vegar nú síðdegis þegar ljóst varð, að stormurinn myndi ekki fara yfir olíuvinnslumannvirki í Mexíkóflóa. Þannig lækkaði verð á markaði í New York um 90 sent tunnan og fór niður í 112,87 dali. Hefur olíuverð ekki farið undir 113 dali í þrjá mánuði. 

Allt að 25.000 ferðamenn hafa yfirgefið Keys eyjarnar vegna stormviðvarana.   Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída.

Vindhraði hefur mælst mestur 96 km/klst, en styrkur fellibyls miðast við vindhraða frá 119 km/klst.

Að sögn bandarísku fellibyljarstofnunarinnar er því spáð að allt að 25 cm úrkoma gæti fylgt storminum, og því sé hætta á flóðum.

Að minnsta kosti átta manns létu lífið þegar stormurinn fór yfir Dóminíska Lýðveldið og Haíti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert