Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, hefur boðað til snemmbúinna þingkosninga 14. október nk., en Harper vonast til að þetta muni styrkja minnihlutastjórn íhaldsmanna sem hann veitir forsæti.
Harper átti fund með Michaelle Jean, landstjóra Kanada, og óskaði eftir því að þingið yrði leyst frá störfum.
Fram kemur á fréttavef BBC að skv. nýjustu skoðanakönnunum séu íhaldsmenn með forskot á frjálslynda, sem sitja í stjórnarandstöðu.
Harper, sem var kjörinn árið 2006, hefur kvartað undan því að pattstaða hafi myndast á þingi. Þetta verður í þriðja sinn á fjórum árum sem íbúar Kanada ganga til þingkosninga.