Vísindakirkjan fyrir dómstóla í Frakklandi

Vísindakirkjan þykir umdeild, og mætir mikilli andstöðu í Frakklandi og …
Vísindakirkjan þykir umdeild, og mætir mikilli andstöðu í Frakklandi og Þýskalandi. Hér má sjá höfuðstöðvar kirkjunnar í Berlín í Þýskalandi. Reuters

Mál hefur verið höfðað gegn Vísindakirkjunni í Frakklandi vegna skipulagðrar fjársvikastarfsemi. Breska ríkisútvarpið (BBC) hefur eftir lögfræðingum að verði kirkjan fundin sek um athæfið þá gæti hún verið bönnuð í landinu.

Vísindakirkjan mætir mikilli andstöðu í Frakklandi og í Þýskalandi, en þar hefur hún verið sögð brjóta í bága við stjórnarskrá landsins.

Svipaðar ásakanir hafa komið fram á hendur kirkjunni í Frakklandi og segja forsvarsmenn kirkjunnar að hún hafi verið hreinsuð af öllum slíkum ásökunum. Ekki eigi að fara með slík kærur fyrir dómstóla á nýjan leik.

Málið snýst um fullyrðingar konu sem heldur því fram að fulltrúar Vísindakirkjunnar hafi stöðvað hana úti á götu í París árið 1998 og boðið henni ókeypis persónuleikapróf.

Hún segir að hún hafi á endanum þurft að greiða rúmlega 20.000 evrur (um 2,5 milljónir kr.) fyrir námskeið, bækur, lyf sem hún fékk á ólögmætan hátt og sérstakt mælitæki, sem átti að mæla breytingar á andlegri líðan hennar.

Lögmaður konunnar segir að mögulegt að málið verði dómtekið fyrir lok árs eða snemma á næst ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert