Aldrei jafn svart í Danmörku og nú

Danski fjármálasérfræðingurinn Peter Schütze segist aldrei nokkru sinni hafa upplifað annað eins ástand og nú ríki á fjármálamörkuðum í landinu. Þá segir hann erlenda fjárfesta ekki lengur vilja lána fjármagn til Danmerkur en samkvæmt upplýsingum hans vantar danska banka nú 500 milljarða danskra króna vegna lausafjárkreppunnar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Ég hef aldrei nokkru sinni upplifa annað eins og ekki fundið merki um annað eins í annálum. Ef ég á að segja það beint út þá eru danskar peningastofnanir ekki álitnar góður félagsskapur fyrir erlendar fjármálastofnanir. Þetta er algerlega óþolandi ástand,” segir Schütze sem m.a. starfar hjá Nordea bankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert