Evra lækkar gagnvart dollaranum

Reuters

Gengi evrunnar gagnvart dollaranum var í morgun það lægsta síðan í byrjun september í fyrra, eða 1,36. Síðdegis á föstudag var það tæplega 1,39. Ástæðan er talin vera sú, að leiðtogar ESB-ríkjanna luku fundum um helgina án þess að samþykkja sérstakar björgunaraðgerðir fyrir evrópskt fjármálalíf.

Á laugardaginn hvöttu helstu efnahagsveldi Evrópu, Þýskaland, Frakkland, Bretland og Ítalía, til hertra reglna, en lögðu ekki fram björgunaráætlun hliðstæða þeirri sem bandarísk stjórnvöld hafa samþykkt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Jakob Falur Kristinsson: Evra
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert