Bæjarráðið í Austur-Staffordskíri á Englandi hefur vikið bæjarstjóranum í bænum Burton, Jeanette McGarry, úr embætti. Ekki hefur verið gefin upp ástæða hvers vegna hún var rekin, en talið er að málið tengist m.a. Icesave-deilunni.
McGarry hafði aðeins setið í bæjarstjórastólnum frá því í janúar á þessu ári. Fram kemur á fréttvefnum Burton Mail að McGarry hafi tekið ýmsar umdeildar ákvarðarnir á sínum stutta bæjarstjóraferli.
Það kom t.d. í ljós í síðasta mánuði að bæjarráðið ætti í hættu á að glata um fimm milljónum punda. Um er að ræða fé skattgreiðenda sem hafði verið flutt inn á bankareikninga tveggja af stærstu bönkum Íslands.
Þá kemur jafnframt fram að bæjarstjórinn hafi staðið í launadeilu við stéttarfélög fyrr á þessu ári. Bæjarráðið og bæjarstjórinn fóru fram á að laun venjulegra bæjarstarfsmanna yrðu endurskoðuð, þe. lækkuð, á meðan yfirmenn og bæjarráðsmenn héldu sínum kjörum.