Bill Clinton fagnar útnefningu Hillary

Bill Clinton ásamt dóttur sinni, Chelsea Clinton.
Bill Clinton ásamt dóttur sinni, Chelsea Clinton. Reuters

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist vera þakklátur Barack Obama fyrir að hafa útnefnt eiginkonu sína, Hillary Rodham Clinton, sem næsta utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Clinton sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að Hillary sé „rétti aðilinn í starfið.“ Clinton segir að Hillary muni vinna að því að bæta ímynd Bandaríkjanna erlendis, binda enda á Íraksstríðið, stuðla að friði og efla öryggi bandarísku þjóðarinnar.

Clinton segir að hún hafi nú þegar áunnið sér virðingu erlendra þjóðhöfðingja og embættismanna. Hann segir jafnframt að hún hafi sýnt það í starfi sínu sem öldungadeildarþingmaður að hún leggi höfuðáherslu á öryggi þjóðarinnar, gildi henna og að hagsmunir fólksins verði í hávegum hafðir.

Svo að Hillary Clinton gæti tekið við embættinu samþykkti Bill Clinton að takmarka störf við góðgerðarsjóð sem hann rekur og leggja fram til samþykkis hvar hann hyggist halda ræður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert