Skotið á Ísraela við Jórdaníu

Ísraelskur skriðdreki.
Ísraelskur skriðdreki. Reuters

Að sögn ísraelska hersins skutu einn eða fleiri byssumenn að ísraelskri herdeild við landamæri Ísraels og Jórdaníu í morgun. Ekkert mannfall varð í árásunum og eru málsatvik nokkuð á huldu að sögn AP-fréttastofunnar, en mikil spenna er á þessum slóðum vegna árása Ísrael á Gaza-svæðið.

Ísrael og Jórdanía gerðu með sér friðarsamkomulag árið 1994 og er óvanalegt að til átaka komi á landamærunum. Álíka skotárás var gerð við landamæri Sýrlands og Ísraels á sunnudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert