21 handtekinn í átökum í Gautaborg

Sænska lögreglan handtók í dag 21 vegna átaka sem brutust út á milli öfgafullra hópa hægri- og vinstrimanna í miðborg Gautaborgar. Einhverjir slösuðust í átökunum en ekki liggur ljóst fyrir hvað olli því að upp úr sauð á milli hópanna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist sem einhverjir hafi verið ákveðnir í að efna til slagsmála því þeir voru vopnaðir hnífum og flöskum er þeir mættu á svæðið.

Fjórtán eru í haldi grunaðir um að hafa átt upptökin, sex fyrir ósæmilega hegðun og einn fyrir líkamsárás en hann sló annan í höfuðið með trékylfu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert