Bannað að sleikja túnfiskinn!

Kyssilegur túnfiskur?
Kyssilegur túnfiskur? Reuters

Fiskmangarar á stærsta fiskmarkaði Tókíó sáu sig tilneydda til að banna heimsóknir ferðamanna á markaðinn þegar nýárssalan var í hámarki. Nú hefur banninu verið aflétt en fisksalarnir eru enn efins um að ferðamönnunum sé treystandi.  

Nýlega náðust myndir af breskum ferðamanni sem sleikti einn túnfiskinn og klappaði honum á tálknin. Aðrir náðust einnig á myndband þar sem þeir óku um á vagni sem var ætlaður sölumönnunum. „Túnfiskur er mjög dýr fiskur,“ segir Yoshiaki Takagi, yfirmaður markaðarins. „Einn túnfiskur getur kostað um 11.000 dollara. En sumir ferðamannann reyna að snerta þá og jafnvel faðma.“

 „Við skiljum mætavel að hundruð frosinna túnfiska sé einstök sjón og áhugaverð fyrir erlenda ferðamenn,“ segir Yoshiaki Takagi, yfirmaður markaðarins. „Þeir verða samt að skilja að Tsukiji-markaðurinn er vinnustaður en ekki skemmtigarður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert