Obama setur launaþak

Timothy Geithner nýr fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Timothy Geithner nýr fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Reuters

Stjórn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, ætlar að setja þak á laun forstjóra fjármálafyrirtækja, sem njóta opinbers fjárstuðnings. Munu Obama og Timothy Geithner, fjármálaráðherra, tilkynna í dag að forstjórar slíkra fyrirtækja fái ekki meira en hálfa milljón Bandaríkjadala, jafnvirði 47 milljóna króna, í árslaun.

Obama sagði í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina í gærkvöldi, að þeim sem nytu aðstoðar skattgreiðenda bæri skylda til að draga úr munaði. 

AP fréttastofan hefur eftir ónafngreindum embættismanni, að þessar reglur muni aðeins gilda um stór fyrirtæki, sem fá mikla opinbera fjárhagsaðstoð. Heilbrigðum bönum, sem fá aukið eiginfé verður veitt meira svigrúm.

Embættismaðurin sagði, að ef fyrirtæki vilji greiða forstjórum sínum hærri laun en 500 þúsund dali verði það að vera í formi hlutafjár, sem ekki sé hægt að selja fyrr en búið er að greiða ríkinu fjárveitinguna til baka. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka