Kona í ríkisstjórn Sádi-Arabíu

Abdullah konungur Sádi-Arabíu.
Abdullah konungur Sádi-Arabíu. Reuters

Kona hefur tekið sæti í ríkisstjórn Sádi-Arabíu í fyrsta skipti í sögu landsins. Abdullah konungur hefur gert ýmsar breytingar á ríkisstjórninni og m.a. skipað konu í nýtt embætti aðstoðarmenntamálaráðherra sem hefur umsjón með menntun kvenna.

Ráðherrann nýi heitir  Norah al-Faiz. Einnig var skipaður nýr menntamálaráðherra, dómsmálaráðherra og upplýhsingamálaráðherra. Þá var skipt um forseta hæstaréttar landsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert