Leiðtogar helstu ríkja heims og Evrópusambandsins munu ræða um nauðsyn þess að herða tökin gegn skattaskjólum á fundi sínum í London í byrjun apríl.
„Við ætlum að vera ákveðin gegn þeim sem mótfallnir eru samvinnu,“ segir Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands.
Bæði hún og fjármálaráðherra Þýskalands, Peer Steinbrück, vilja að á fundinum í London náist samkomulag um að bankar og tryggingafélög verði gert að gera grein fyrir hvernig tengslum þeirra við skattaskjól sé háttað. Fjármálaráðherrarnir vilja einnig setja á svartan lista þau ríki sem neita samvinnu í skattamálum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner, hefur einnig lýst því yfir að hann vilji hertari reglur í sambandi við skattaskjól.
Efst á dagskrá fundarins í London er fjármálakreppan og viðbrögð við henni.