Flúði og fór með Faðirvorið

Lögreglumenn í Kansas borg þurftu að beita rafstuðbyssu á nakinn karlmann sem flúði af vettvangi eftir að hafa velt bíl sínum í gærmorgun. Í kjölfarið var farið með manninn á sjúkrastofnun þar sem gert var að sárum hans, vegna bílslyssins.

Maðurinn var kominn inn í sjúkrabifreið þegar hann ákvað að reyna að flýja undan lögreglumönnum sem ætluðu að athuga með ástand hans, s.s. hvort hann væri undir áhrifum áfengis eða lyfja.

Lögreglumenn eltu manninn á hlaupum þar til hann var króaður af í bakgarði. Maðurinn sem er um 1.60 cm á hæð og um níutíu kíló fór þá að urra á lögreglumenn og fara með Faðirvorið. Þar sem hann streittist við handtöku beittu lögreglumenn rafstuðbyssunni á hann. Eftir það var mótstaða mannsins lítil og hann var fluttur í handjárnum á sjúkrastofnun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka