Kókaín, amfetamín og kannabis eru í andrúmsloftinu í Barcelona og Madrid. Þetta eru niðurstöður mælinga spænskra vísindamanna.
Vísindamennirnir notuðu ofurnæma vél sem greinir lofttegundir til þess að komast að því hvers konar efni væru í andrúmsloftinu í fyrrgreindum borgum. Í Madrid mátti einnig merkja leifar af heróíni í andrúmsloftinu en það er útskýrt með því að mælingar voru gerðar nálægt þekktu athvarfi heróínsala.
Þess er jafnfremt getið að magn fíkniefnanna í andrúmsloftinu jókst um helgar þegar fíkniefnaneysla er yfirleitt meiri.
Það er hins vegar engin ástæða til þess að hafa áhyggjur vegna þess að magn fíkniefnanna í andrúmsloftinu er ekki nema 29 til 850 trilljónustu hlutar úr grammi.