Efasemdir um eldingakenningu

Airbus A330-200 en hún er svipuð vélinni sem hvarf fyrr …
Airbus A330-200 en hún er svipuð vélinni sem hvarf fyrr í dag yfir Atlantshafi. Reuter

Kenningar um að elding sé orsök þess að farþegavél frá Air France hvarf yfir Atlantshafi á leið sinni frá Brasilíu til Parísar hafa verið dragnar í efa. Farþegar koma frá ýmsum þjóðlöndum.

Flugvél franska flugfélagsins var með 228 manns um borð er hún hvarf yfir Atlantshafi eftir að hafa lent í ókyrrð.

Talið er víst að um 61 farþeganna hafi verið frá Frakklandi, 58 frá Brasilíu og 26 frá Þýskalandi.
Francois Brousse, talsmaður hjá Air France, sagði fréttamönnum á blaðamannafundi í París að óttast væri að flugvélin hefði orðið fyrir eldingu en flugmaðurinn hafði tilkynnt um rafmagnstruflanir um borð.

Á fréttavef BBC kemur fram að David Gleave sem starfi fyrir rannsóknarnefnd flugöryggismála í Bretlandi lýsi yfir efasemdum um elding sé orsök slyssins. Hann segir að flugvélar verði reglulega fyrir eldingum svo orsök hvarfsins sé ennþá ráðgáta. ,,Venjulega verður ekki vart við nein vandamál um borð í vélunum þrátt fyrir að þær hafi orðið fyrir eldingu."
Nauðsynlegt sé að finna vélina svo hægt sé að tengja slysið við rafmagnsbilun eða eldingar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert