Réttarhöld eru hafin í máli fyrsta fangans sem er fluttur úr fangabúðum Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu og til Bandríkjanna. Hann er sakaður um að hafa átt þátt í tveimur sprengjuárásum á sendiráð í Austur-Afríku árið 1998. Hann neitaði sök í réttarsalnum í dag.
Ahmed Ghailani mætti fyrir ríkisdómstólinn í New York, en hann var fluttur til Bandaríkjanna fyrr í dag.
Ghailani, sem er frá Tansaníu, var handtekinn í Pakistan árið 2004 og fluttur til Kúbu síðla árs 2006.
Réttarhöldin eru sögð reyna á loforð ríkisstjórnar Barack Obama Bandaríkjaforseta, um að loka Guantanamo-fangabúðunum fyrir janúarlok á næsta ári.