Sjö meðlimir í öryggissveitum Fílabeinsstrandarinnar hafa verið kærðir fyrir að framleiða klám eftir að þeir munu hafa neytt par til samræðis og tekið það upp og sett á netið.
Meðal hinna grunuðu eru hermenn og lögreglur sem sakaðir eru um að hafa handtekið mann ásamt félaga sínum á götu í Abidjan, ógnað parinu með skotvopnum, rænt þau, skipað þeim að afklæðast og eiga mök fyrir framan myndavélar.
Parið fór til Mannréttindasamtaka Fílabeinsstrandarinnar í leit að aðstoð og þaðan fór málið til herréttar sem tók þá ákvörðun að kæra þá sem hlut áttu að máli.
Dæmt verður í málinu í september. Ef sakfellt verður geta hinir kærðu átt von á allt að 10 ára fangelsi.