Írönsk yfirvöld segja að einhverjir hinna bresku starfsmanna sem handteknir voru fyrir að kynda undir mótmæli í Teheran í kjölfar forsetakosningar þar í júní verði sóttir til saka.
Öllum starfsmönnunum, utan tveggja, hefur verið sleppt úr haldi að sögn breskra stjórnvalda. Þau hafa krafist að fangarnir tveir sem enn er haldið föngum verði sleppt. Ennfremur neita þau alfarið ásökunum Írana.
Játningar Bretanna liggja fyrir en sterkur grunur leikur á að þær hafi verið þvingaðar fram.