Rannsaka hleranir dagblaðs

John Prescott er einn þeirra sem var hleraður
John Prescott er einn þeirra sem var hleraður Reuters

Breska lögreglan rannsakar nú ásakanir um að breska blaðið News of the World hafi hlerað þúsundir farsíma sem eru í eigu þekktra einstaklinga. Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu í dag.

Eru blaðamenn sunnudagsblaðsins grunaðir um að hafa nýtt sér þjónustu einkaspæjara til að hlýða á símtöl fólks eins og John Prescott, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra,  Tessu Jowell, ráðherra, fyrirsætunnar Elle MacPherson, borgarstjóra Lundúnaborgar, Boris Johnson, leikkonunnar Gwyneth Paltrow og Nigella Lawson.

Frétt Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka