Breska lögreglan rannsakar nú ásakanir um að breska blaðið News of the World hafi hlerað þúsundir farsíma sem eru í eigu þekktra einstaklinga. Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu í dag.
Eru blaðamenn sunnudagsblaðsins grunaðir um að hafa nýtt sér þjónustu einkaspæjara til að hlýða á símtöl fólks eins og John Prescott, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra, Tessu Jowell, ráðherra, fyrirsætunnar Elle MacPherson, borgarstjóra Lundúnaborgar, Boris Johnson, leikkonunnar Gwyneth Paltrow og Nigella Lawson.