42 létust í skotbardaga

Átökin hófust þegar Talibönum mistókst að ráðast inn í lögreglustöð.
Átökin hófust þegar Talibönum mistókst að ráðast inn í lögreglustöð. Reuters

42 létust í bardögum í dag milli lögreglu og meðlima róttækrar Múslimahreyfingar í Nígeríu, sem studd er af Talibönum í Afganistan. 

„Hingað hafa komið 42 lík,“  sagði Awwal Isa, hjúkrunarmaður á sjúkrahúsinu í Bauchi, borg í norðurhluta Nígeríu þar sem átökin áttu sér stað.

Hreyfingunni var komið á fót árið 2004 og er markmið hennar að sharia-lög verði tekin upp í Nígeríu.

Skotbardagar hófust þegar Talibönunum mistókst að ráðast inn í lögreglustöð í borginni. „Okkar mönnum tókst að hrinda árás Talibanana og drápu fimm þeirra í skotbardaga,“  sagði talsmaður lögreglunnar, Mohammed Barau, við AFP-fréttastofuna. „Við leitum nú þeirra sem flúðu.“

Blaðamenn í Bauchi fóru á spítalann og töldu þar níu lík. 33 fylgdu svo í kjölfarið. Eitt þeirra var lík hermanns en hin voru lík Talibana.

Lögregla hefur ekki enn gefið upp tölu þeirra sem féllu í bardögunum en samkvæmt tölum frá spítalanum er þetta mesta mannfall sem Talibanar hafa orðið fyrir í átökum við yfirvöld í Nígeríu.

140 milljónir manna búa í Nígeríu og hafa múslimar og kristnir að mestu búið þar í sátt og samlyndi hlið við hlið.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert