Lögregla rannsakar MI6

Lögregla í Bretlandi hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvort leyniþjónustan MI6 hafi brotið lög varðandi aðbúnað erlendra fanga.  Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

„Við getum staðfest að ríkissaksóknari hefur beðið lögregluna um að rannsaka mál sem tengist leyniþjónustunni,” segir talsmaður bresku rannsóknarlögreglunnar Scotland Yard. „Málið tengist ekki máli Binyam Mohamed en snýr að aðstæðum erlendra fanga og hugsanlegri aðkomu breskra starfsmanna."

Í bréfi David Miliband, uranríkisráðherra Bretlands, til William Hague talsmanns bresku stjórnarandstöðunnar í utanríkismálum, segir að M16 hafi haft frumkvæði að því að málið yrði rannsakað og að það tengist ekki utanaðkomandi kvörtunum.

Tim Marshall, aðalfréttaskýrandi Sky í utanríkismálum, segir engin fordæmi fyrir því að MI6 hafi farið fram á slíka rannsókn.

„Bakgrunnur málsins er sá að utanríkisráðuneytið, sem hefur yfirumsjón með MI6, bað þá um að fara yfir starfsemi sína á undanförnum árum og kanna hvort þar hafi nokkuð átt sér stað sem geti talist lögbrot,” segir hann. „Það sem þetta gefur til kynna er það að MI6 telji hugsanlegt að svo geti verið.”  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert