Skókastara sleppt á morgun

Bróðir Muntazer al-Zaidi við mynd af skókastaranum.
Bróðir Muntazer al-Zaidi við mynd af skókastaranum. Reuters

Írakska skókastaranum Muntazer al-Zaidi verður sleppt úr fangelsi á morgun, samkvæmt fréttum frá Írak. Durgham al-Zaidi, bróðir skókastarans, sagði AFP fréttastofunni að Muntazer hafi hringt úr fangelsinu og sagt að honum yrði sleppt á morgun.

Muntazer al-Zaidi sjónvarpsfréttamaður var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa vanvirt erlenda þjóðhöfðingja. Það gerði hann þegar hann grýtti skóm sínum að George W. Bush Bandaríkjaforseta á blaðamannafundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert