Þriggja milljarða kr. heróínfundur

Heróínneysla er mikið vandamál víða um heim. Myndin er úr …
Heróínneysla er mikið vandamál víða um heim. Myndin er úr safni. Reuters

Tollverðir í Búlgaríu fundu 95 kíló af heróíni falið í tyrkneskri vörubifreið, en búið var að skipta efninu í 182 pakkningar. Pakkningunum hafði verið komið fyrir í varadekkjum bifreiðarinnar. Að sögn lögreglu átti að flytja efnið til Þýskalands. 

Ökumaður bifreiðarinnar, sem er tyrkneskur, hefur verið handtekinn. Þá segir lögreglan að götuverðmæti efnanna nemi um 16,8 milljónum evra (um þrír milljarðar kr.)

Ein aðalæð fíkniefnaflutninga frá Mið-Asíu til Vestur-Evrópu liggur í gegnum Búlgaríu.

Að sögn lögreglu hafa tollverðir lagt hald á um 273 kg af fíkniefninu í fjórum aðgerðum undanfarnar þrjár vikur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert