rundvallar

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í morgun á opnum fundi í Shanghai í Kína, að allir eigi að njóta tiltekinna grundvallarréttinda: málfrelsis, trúfrelsis og upplýsingafrelsins.

Obama sagði, á fundinum, sem haldinn var með kínverskum námsmönnum, að þetta væru algild réttindi. „Allir menn, af hvaða kynþætti þeir eru að trúarbrögð þeir aðhyllast, hvort sem þeir búa í Bandaríkjunum eða Kína, eiga að njóta þeirra," sagði Obama. 

Forsetinn lýsti ánægju með þá þróun, sem orðið hefði í samskiptum Kína og Taívan og sagði að engin ástæða væri til að breyta stefnu bandarískra stjórnvalda um „eitt Kína". 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert