Varð undir jólatré og slasaðist

Hér sést ríkulega skreytt jólatré við Brandenborgar hliðið í Berlín.
Hér sést ríkulega skreytt jólatré við Brandenborgar hliðið í Berlín. Reuters

Þýsk 78 ára gömul kona slasaðist alvarlega þegar hún varð undir 200 kg þungu jólatré. Jólatréð, sem var 4,5 metra hátt og úr plasti, hafði verið hengt upp í verslunarmiðstöð í Hamborg. Það losnaði og féll á konuna.

Konan fékk 15 sentimetra langan skurð á höfuðið auk annarra höfuðmeiðsla auk þess sem hún mjaðmargrindarbrotnaði, að sögn blaðsins Bild. Frank Klüter, framkvæmdastjóri verslunarmiðstöðvarinnar, kvaðst vona að orsök óhappsins finnist sem fyrst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert