Framför eða afturför?

Kenneth Biros
Kenneth Biros

Yfirvöld í Ohio í  munu á morgun taka mann af lífi með einungis einu lyfi en hingað til hefur þremur lyfjategundum verið blandað saman. Verður Ohio fyrsta ríki Bandaríkjanna til þess að beita þessari aðferð við aftökur. Er þetta gert í kjölfar þess að nánast allt fór úrskeiðis við aftöku í ríkinu í september.

Sá fyrsti sem verður tekinn af lífi með þessari aðferð í Ohio er Kenneth Biros, en hann var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt og bútað niður 22 ára konu árið 1991. Þeir sem gagnrýna breytta aðferð segja að með þessu sé Biros ekkert annað en tilraunadýr í huga yfirvalda í ríkinu. 

Hins vegar segja þeir sem styðja þessa nýju aðgerð að hún sé mun skilvirkari og mannúðarlegri heldur en þriggja lyfjablandan áður sem notuð er í 34 ríkjum Bandaríkjanna þar sem dauðarefsing er enn lögleg.

Þegar taka átti Romell Broom af lífi í lok september sl. þá eyddu böðlarnir tveimur klukkustundum í að finna nothæfa æð í Broom til þess að dæla lyfjablöndunni í hann.  Eftir átján misheppnaðar tilraunir gáfust þeir upp og var aftökunni frestað af þessum sökum. Broom var dæmdur til dauða fyrir að hafa nauðgað og myrt fjórtán ára gamla stúlku árið 1984. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Lífsýni bendir til þess að hann sé sá seki en ekki tókst að sanna það fyllilega.

Eitt þeirra lyfja sem notað er svæfir viðkomandi, annað lamar hann og það þriðja stöðvar hjartað. Hefur því verið haldið fram að aðferðin sé miskunnarlaus þar sem ef fyrsta lyfið virkar ekki strax þá getur aftakan orðið skelfilega sársaukafull.

Lyfið sem nú verður notað í Ohio er svæfingarlyf, thiopental sodium, en skammturinn sem verður notaður er 2,5 sinnum stærri heldur en ráðlagður er til þess að svæfa.Eins eru yfirvöld í Ohio með áætlun til vara ef ekki gengur að finna æð til þess að sprauta svæfingarlyfinu inn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert