Landtökumenn mótmæla í Ísrael

Frá mótmælum gyðinga í Jerúsalem.
Frá mótmælum gyðinga í Jerúsalem. Reuters

Þúsundir ísraelskra landtökumanna og stuðningsmenn þeirra hafa komið saman í Jerúsalem til að mótmæla því að framkvæmdir við nýjar byggðir á Vesturbakkanum hafi verið stöðvaðar.

Mótmælendurnir söfnuðust saman fyrir framan heimili Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Hann fyrirskipaði nýlega að næstu 10 mánuði verði ekki gefin út ný framkvæmdarleyfi.

Ráðherrann gaf fyrirskipunin í kjölfar ákalls Bandaríkjastjórnar sem fór fram að á að allir framkvæmdir yrðu stöðvaðar, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins.

Stjórnvöld í Ísrael segja að tilgangurinn með þessu sé að blása nýju lífi í friðarviðræðurnar. Palestínumenn segja hins vegar að ekki sé nóg að gert.

Bannið hefur reitt ísraelska landtökumenn til reiði. Þá þykir það athyglisvert að hægristjórn Netanyahus hafi tekið þessa ákvörðun, en stjórnin styður alla jafna framkvæmdir við nýjar byggðir á Vesturbakkanum.

Mótmælendurnir hafa veifað fána Ísraels og mótmælaspjöldum.
Mótmælendurnir hafa veifað fána Ísraels og mótmælaspjöldum. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert