Bandarískur hakkari sem stal milljónum greiðslukortanúmera í einu stærsta tölvuinnbroti í sögu Bandaríkjanna var í dag dæmdur í 20 ára fangelsi.
Albert Gonzalez, sem er 28 ára, játaði sig sekan í september síðastliðnum um innbrot í tölvur stórra verslunarfyrirtækja á borð við TJX Cox og BJ's Wholesale Club. Dómur var kveðinn upp yfir Gonzalez í Boston. Dómarinn sagði að afbrot hans væri stærsta og skaðlegasta tilvik tölvuinnbrots í sögu Bandaríkjanna.
Saksóknarar höfðu krafist 25 ára fangelsisdóms yfir tölvuhakkaranum. Patti Saris dómari sagði að hún hafi tekið tillit til margra þátta við uppkvaðningu dómsins.
„Ég hef lesið mörg bréf frá fólki sem elskar þig. En ég hef líka lesið um hvernig þú stærðir þig af því hvernig þú lékst á kerfið,“ sagði Saris dómari.
Á föstudaginn kemur verða kveðnir upp dómar í öðrum málum gegn Gonzalez